Fréttir Greiningar

Hlutabréf hafa lækkað um 5% frá áramótum

07.05.2014 09:10

nullK-90 hlutabréfavísitala Greiningar Íslandsbanka hefur lækkað um 4,93% frá áramótum. Um er að ræða vísitölu sem leiðrétt er fyrir arðgreiðslum og er verðvegin eftir stærð þeirra félaga sem innan hennar eru á hverjum tíma.  Lægst fór vísitalan í þriðju viku mars mánaðar en þá hafði hún lækkað um tæplega 7% frá ársbyrjun.  

Marel sökudólgurinn

Lækkun vísitölunnar á tímabilinu frá byrjun janúar til loka apríl í ár nemur 8,25 stigum (4,9%) Mjög misjafnt hver áhrif skráðra félaga eru á þróun vísitölunnar á tímabilinu. Marel dregur vísitöluna niður um heil 8,4 stig en nullEimskip, VÍS og Icelandair leggja til lækkun hvert um sig í kringum 1 stig.  Eina félagið sem hefur teljanleg áhrif til hækkunar vísitölunnar eru Hagar með hækkun upp á 2,2 stig.

  
Gengislækkun sumra félaga á markaði er umfram það sem K-90 vísitalan mælir enda mælir hún heildarávöxtun markaðar, þ.e. gengisþróun með arðgreiðslu-áhrifum. Taflan hér til hliðar lýsir heildar verðbreytingu arð-greiðslufélaganna með og án arðgreiðslu.

Áhrif Marel koma ekki á óvart

Ekki þarf að koma á óvart að framlag Marel til lækkunar vísitölunnar sé jafn mikið og raun ber vitni. Félagið skilaði nýlega af sér mjög slöku uppgjöri fyrir 1. ársfjórðung 2014 þar sem fram kom bæði samdráttur í tekjum og aukinn kostnaður vegna breytinga í rekstri félagsins. Ársuppgjör Marel sem birt var 5 feb. var einnig slakt. Fleiri félög hafa skilað slökum uppgjörum. Árið hefur verið þannig verið tryggingarfélögunum erfitt en uppgjör þeirra hafa liðið fyrir slæma almenna ávöxtun á markaði. Hlutur TM í HB Granda hefur þó haldið ávöxtun safns þeirra uppi en félagið hækkaði mikið á First North í aðdraganda skráningar félagsins.

nullEimskip lækkaði töluvert í kjölfar birtingar uppgjörs félagsins fyrir síðasta ár. Á síðustu vikum hefur gengið komið nokkuð til baka væntanlega vegna jákvæðari horfa í einkaneyslu og fjárfestingum hér á landi en þessir liðir hafa áhrif á flutninga félagsins til landsins.

Lækkunarferli Icelandair hófst í febrúar við birtingu uppgjörs síðasta árs. Samhliða birtingu uppgjörsins var birt spá um afkomu þessa árs sem var nokkuð undir því sem markaðsaðilar höfðu áður vænst. Undanfarið hefur töluverður órói verið í kringum verkföll Isavia og nú flugmanna sem hefur leitt til nokkurrar lækkunar á gengi félagsins.

Breytt samsetning vísitölunnar í maí

nullBreyting verður á samsetningu vísitölunnar á milli apríl og maí. VÍS dettur úr vísitölunnar en HB Grandi kemur inn vegna mikilla viðskipta í apríl mánuði, en félagið var skráð þá.

Samtals  námu viðskipti með hlutabréf á Aðallista Kauphallarinnar 79,2 ma.kr. á tímabilinu febrúar til apríl. Samtala viðskipta með þau félög sem mynda vísitöluna í maí mánuði nemur 90,6% af þeirri fjárhæð, og er markaðsvirði þeirra 379 ma.kr. 

Markaðsvirði allra félaga á Aðallista Kauphallarinnar nam í lok apríl sl. 558 mö.kr. en markaðsvirði Össur hf. nam 124 ma.kr. af þeirri fjárhæð. Verðmyndun Össurar er mjög óskilvirk á íslenskum hlutabréfamarkaði sökum lítillar veltu og hefur félagið ekki verið hluti af K-90 vísitölunnar í lengri tíma.  Ef leiðrétt er fyrir marksvirði Össur hf. þá nemur hlutfall marksvirðis þeirra félaga sem mynda vísitöluna í maí, 87% af heildinni sem er í samræmi við það markmið að vísitalan sé samsett af þeim félögum sem samtals mynda minnst 90% af viðskiptum hlutabréfamarkaðar síðastliðinna  þriggja mánaða.

Hlutabréf eru í eðli sínu langtímafjárfesting

nullOft hefur verið rætt um það á vettvangi Morgunkornsins og víðar að skammtímasjónarmið eiga ekki mikla samleið með fjárfestingu í hlutabréfum vegna eðli slíkra fjárfestinga. K-90 vísitalan hækkaði um 5,1% á 12 mánaða tímabili fram til loka apríl í ár. Þessi hækkun heldur engan veginn í við þá ávöxtunarkröfu sem fjárfestar gera til fjárfestinga í hlutabréfum, þótt eðlilega sé krafan misþung eftir félögum. Hlaupandi 12 mánaða taktur frá ársbyrjun 2013 sýnir mikla sveiflu á ávöxtun fjárfesta og sést vel á myndinni til hliðar hvernig þróun ársins 2014 hefur verið miðað við fyrri tímabil.

Eins og sést geta þolinmóðir fjárfestar haft nokkuð upp úr því að sigla rólega í gegnum öldudalina enda meðalávöxtun til lengri tíma að jafnaði hærri en hún hefur verið síðast liðna 12 mánuði. Í því endurspeglast skilgreiningin hlutabréfafjárfestinga þ.e. að slík fjárfesting sé til langs tíma.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall