Fréttir Greiningar

Hver á Vodafone?

10.10.2013 11:58

nullMarkaðsvirði hlutafjár í Vodafone er rúmlega 9 ma.kr. Hér til hliðar er yfirlit um 10 stærstu eigendur hlutafjár í félaginu ásamt virði eignarhluta þeirra. Samtals eiga 10 stærstu hluthafarnir um 65% af heildarhlutafé félagsins og 20 stærstu hluthafarnir eiga um 84% í félaginu.

Stærstu hluthafar í dag og frá skráningu

nullMarkaðsvirði hlutafjáreignar 10 stærstu eigenda Vodafone, miðað við eignarhlut 3. október sl. er sýndur hér í töflu til hliðar. Ef hópurinn er skoðaður má sjá að í honum eru aðilar sem jafnframt voru hluthafar í félaginu þann 20. desember 2012, þegar félagið fór á markað og þarf því alls ekki að vera að þeir hafi tapað á sinni upphaflegu fjárfestingu enda hafa þeir sumir hverjir verið hluthafar fyrir skráningu.

Markaðsverðmæti eignarhlutar hluthafanna 3. okt 2013 sem og 20. des. 2012 er hér sýndur í milljónum króna. Hafa verður í huga við breytingu á marksvirðinu, að horfa þarf til eignarhlutarins. Í stuttu máli kostnaði 1% hlutur í Vodafone 3. okt. 2013 um 90 m.kr, en kostaði um 110 m.kr. þann 20 desember 2012. Hér er um punktstöður að ræða og geta kaup og/eða sölur á hlutabréfaeigninni hafa átt sér stað hvenær sem var á tímabilinu og þar með á talsvert stóru verðbili.

Talsverðar breytingar í eigendahópi Vodafone

Í apríl mánuði 2013 seldi Framtakssjóður Íslands (FSÍ) 20% hlut sinn í félaginu. Þegar félagið var skráð í dsember 2012 nam eignarhlutur FSÍ 79,7%. Þann hlut keyptu nokkrir aðilar. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (nokkrar deildar innan hans) jók hlut sinn um tæplega 13% við þessi kaup sbr, flöggun 2. apríl 2013. Lífeyrissjóður verslunarmanna jók á sama tíma einnig sinn hlut, fór út 12% í rúmlega 13% sem er núverandi staða þess sjóðs.

Heiðar Már Guðjónsson hefur aukið við sinn hlut í Vodafone í gegnum félagið Ursus ehf. Eignarhlutur hans nam 5,4% í okt.sl en var 3% í byrjun ársins 2013. Gildi Lífeyrissjóður hefur einnig aukið töluverð við hlut sinn í félaginu. 

 Í desember 2012 nam eignarhlut Gildis í Vodafone 4,4% en nam 3 okt.sl. 9,33%. Hlutur sem skráður er á MP banka hf. hefur sveiflast töluvert frá skráningu Vodafone. Miðað við lokastöðu á ákveðnum tímapunktir þá fór sá hlutur út 3,7% í lok ársins 2012 í 8,7% þann 3 okt. sl.

Gengi Vodafone hefur lækkað verulega

nullHluthafar Vodafone hafa ekki farið varhluta af erfiðri göngu félagsins  á hlutabréfamarkaði. Félagið var skráð í miðjun desember sl. og og var lokagengi fyrsta viðskiptadagsins 32,2 kr. á hlut. Gengið í lok viðskipta í gær var 26,35 kr. á hlut. Lækkunin tímabilsins nemur því 18%. Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun hlutabréfaverðs Vodafone ásamt þróun hlutabréfavísitölu Íslandsbanka, K-90%. 

Verð bréfanna féll beint í kjölfarið á birtingu erfiðs uppgjörs fyrir fyrsta ársfjórðung 2013 sem birt var í lok maí sl. Þótt uppgjörið hafi verið erfitt þá var það skoðun sumra markaðsaðila að viðbrögðin við uppgjörinu hefðu verið full sterk. Uppgjör annars ársfjórðung 2013 staðfesti þessa skoðun að hluta enda var uppgjörið umtalsvert betra en uppgjör fyrsta ársfjórðungs. Engu að síður hefur gengi félagsins ekki náð sér almennilega á strik.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall