Fréttir Greiningar

Lægri tekjur í orlofi

20.02.2019 14:48

Feður taka sífellt styttra fæðingarorlof. Fjórðungur þeirra afþakkaði töku orlofs með öllu árið 2017 samanborið við einungis 10% áratug fyrr. Það skiptir litlu til hvaða mælikvarða er litið, munurinn á orlofstöku kynjanna hefur aukist umtalsvert undanfarin ár samkvæmt tölum Fæðingarorlofssjóðs.

Á meðan 95% mæðra taka lengra orlof en sem nemur þriggja mánaða grunnréttinum hefur hlutfall feðra sem kýs að gera svo lækkað úr tæplega fjórðungi í 10%. Karlar taka nú 76 daga orlof að meðaltali, en mæður 177.

 
 
 
 
 
 
 
 

 

Milljón króna tekjutap?

Orlofstaka getur haft umtalsverð áhrif á fjármál heimilisins vegna þaks á greiðslum fæðingarorlofssjóðs. Eftir fimmtungshækkun hámarksgreiðslna undanfarin tvö ár eru þær 600.000 kr. á mánuði vegna barna sem fæðast í ár, en þó ekki hærri en 80% meðallauna mánuðina á undan. Tekjutapið er því hlutfallslega meira eftir því sem laun foreldra eru hærri.

Ef við reiknum með 6 mánaða orlofstöku er tekjutap aðila með 700.000 kr. mánaðarlaun samtals 642.000 kr. eftir skatt og við bætast 403.000 kr. af töpuðum séreignarsparnaði við 67 ára aldur, sé raunávöxtun hans 3% á ári.

 
Sé lítið svigrúm í fjármálum heimilisins, eins og gjarnan er hjá ungu fólki, kann milljón króna tekjutap að hafa áhrif á ákvörðun um orlofstöku.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall