Fréttir Greiningar

Lífeyrissjóðirnir umsvifaminni á hlutabréfamarkaði í byrjun árs

20.03.2014 08:25

nullLífeyrissjóðirnir virðast vera umsvifaminni á hlutabréfamarkaði nú í byrjun árs en á síðasta ári. Við metum hlutdeild þeirra í skráðum íslenskum félögum á Aðallista Kauphallarinnar að viðbættum Granda nú 35,2% og hefur hlutdeild þeirra lækkað lítillega frá því hún fór hæst í 36,7% í janúar sl. Ein helsta ástæða þessarar lækkunar á hlutdeild er sala FSÍ á hlut sínum í Icelandair. FSÍ heldur nú einungis á eignarhluta í einu skráði félagi, N1. Telja má nokkuð líklegt m.v. núverandi beint eignarhald lífeyrissjóðanna að þeir verði ekki kaupandi af öllum hluta FSÍ. Um útreikninga vísast til fréttar okkar í Morgunkorni frá 8. nóvember 2013.

Eignarhaldi misskipt milli félaga

Lífeyrissjóðirnir eiga beint og óbeint meira en helminginn í tveim félögum, N1 og Icelandair, en eignarhald þeirra er jafnframt verulegt í Vodafone, Högum, Reginn og TM. Frá því að við gáfum síðast út mat á hlutfallslegri eign lífeyrissjóðanna hefur eign þeirra aukist mest í Reginn eða um 4,7% en minnkað mest í Vodafone eða um 4,6%. 

Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðirnir hafa töluvert um rekstur þessara félaga að segja í krafti eignarhluta sinna. Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar oft á tíðum fremur kosið að halda sér til hlés er varðar beina aðkomu þeirra að málefnum félaganna og hafa á tíðum setið undir ámælum vegna þess. Þá hefur það sérstaklega þótt óheppilegt að hlutfallslega minni eigendur geti haft mikið um rekstur félaga að segja vegna hlutleysis lífeyrissjóðanna. Haldist óvirkni eignarhluta lífeyrissjóðanna áfram þá má telja verulegt eignarhald þeirra til lengri tíma óheppilegt.

Hvert eru peningar lífeyrissjóðanna þá að fara?

Í ljósi minnkandi kaupa lífeyrissjóðanna á hlutabréfamarkaði, þá m.v. síðasta ár, er eðlilegt að spyrja sig hvert er ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna að fara? Á síðustu mánuðum og um þessar mundir hafa lífeyrissjóðirnir ásamt öðrum hins vegar ráðist í ýmsar stórar fjárfestingar utan markaða. Meðal þessara viðskipta má nefna kaup á HS Veitum, kaup á Höfðatorgi og kaup á Norvik.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall