Fréttir Greiningar

Eimskip á hægri en stöðugri siglingu

22.11.2013 11:50

nullUppgjör Eimskips fyrir 3F þessa árs verður að teljast í meðallagi gott.  Fátt kemur þar á  óvart.  Ánægjulegt er þó að sjá EBITDA framlegð fjórðungsins  hækka frá sama tímabili í fyrra. Tölur  fyrir fyrstu 9M ársins sýna  þó að EBITDA og EBIT framlegð er að lækka, bæði í krónum talið og í hlutfalli af tekjum.

Tekjur af áætlunarsiglingum á 3F námu 84,5 m.EUR sem er aukning um 4,5% frá sama tíma í fyrra.  Tekjur af flutningsmiðlun námu 29 m.EUR á tímabilinu sem er 8,6% lækkun frá sama tímabili í fyrra.  Samtals námu tekjur því  113,5 m.EUR á 3F.
Aukning í áætlunarsiglingum á fyrstu 9 mánuðum ársins 2013 borið saman við sama tímabil í fyrra nemur 2,2%.  Flutningsmagn í frystiflutningsmiðlun jókst um 8,5%.  Gróf skipting þessara liða er þannig að áætlunarsiglingar skila um ¾ af tekjum og frystiflutningsmiðlun um ¼.  Aukning í magni í áætlunarsiglingum er fyrst og frest að koma frá rekstri í Færeyjum, Noregi og siglingum yfir Atlantshaf. 

Skipting EBITDA hagnaðar var á fyrstu 6 mánuðum ársins þannig að 85% rekstrarhagnaðar fyrir afskriftir kom út áætlunarkerfinu en 15% úr frystiflutningsmiðlun. Hins vegar komu 48% af tekjum félagsins frá Íslandi á fyrstu 9M ársins.  Örlítil breyting hefur orðið á skiptingu tekna ´a á milli landa og en um 1% aukning hefur orðið tekjum frá Færeyjum.  Jafngildir það gróft reiknað um 4 m.EUR aukningu á ársgrundvelli.  Tekjur frá öðrum markaðssvæðum eru nær óbreyttar.

Áætluð EBITDA 2013

Félagið hefur hækkað spá sína um EBITDA hagnað ársins í 37-40 m.EUR.  Áður var spáin á bilinu 36-40 m.EUR.

Nýsmíði skipa

Gert er ráð fyrir að afhendingu nýu skipanna tveggja sem eru í byggingu í Kína verði á árinu 2014.  Afhending  er á fyrra skipinu á 2F 2014 og seinna skipinu á 3F.  Hvort skipið er 875 TEU einingar.  Samtals er floti Eimskips núna með flutningsgetu upp á tæplega 6 þúsund TEU einingar. Hér er því um verulega breytingu flutningsgetu að ræða.   Ekkert hefur verið gefið upp um breytingar á leigu á skipum samhliða afhendingu þessara nýju skipa.

TVG-Zimsen

TVG-Zimsen sem er dótturfélag Eimskips hefur keypt 32% hlut í félagi sem þjónustar kvikmyndagerð.  Lítur félagið á þessa fjárfestingu sem stuðning við aðra starfsemi tengdri flutningum en ljóst er að framleiðslu stórmynda hér á landi fylgir mikill flutningur á tækjum og tólum. 
Er því félagið með þessu í þeirri stöðu að geta bæði þjónustað flutning til landsins sem og innan tökustaða á landinu.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall