Fréttir Greiningar

Þjóðhagsspá: Sumar í kortunum?

02.06.2016 08:30

Það hagvaxtarskeið sem nú stendur hvað hæst hefur talsverða sérstöðu miðað við fyrri uppsveiflutímabil. Þannig verður þetta lengsta tímabil samfellds hagvaxtar á mann í yfir 70 ár gangi spá okkar eftir. Einnig verður þetta lengsta tímabil þar sem er afgangur af utanríkisviðskiptum á sama tíma, og eitt lengsta tímabil verðstöðugleika.

Greining Íslandsbanka spáir því að hagvöxturinn í ár verði 5,4%, sem er mesti hagvöxtur sem mælst hefur í heilan áratug hér á landi. Spáir hún einnig nokkuð hröðum hagvexti á næsta ári, eða 4,0%, sem er þá þriðja árið í röð þar sem hagvöxtur er yfir langtímahagvexti og framleiðsluspenna að byggjast upp innan hagkerfisins. Hápunktur þenslunnar mun verða á næsta ári. Á árinu 2018 spáum við að hægja muni á hagvextinum og að hann verði 2,6%, þá bæði vegna hægari vaxtar í innlendri eftirspurn og útflutningi.

Þjóðhagsspá Greiningar 2016-2018 (nýtt pdf)

Upptöku af fundinum þar sem spáin var kynnt má nálgast hér ásamt fleirra efni tengt spánni. 

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall