Fréttir Greiningar

Útboðstvenna hjá Lánasjóði sveitarfélaga

28.10.2013 11:17

nullLánasjóður sveitarfélaga (LS) heldur mánaðarlegt skuldabréfaútboð sitt á morgun, þriðjudaginn 29. október. Í boði verða LSS24 og LSS34-flokkarnir. Að vanda er miðað við að selja samtals 500 m.kr. að nafnvirði í flokkunum tveimur, þótt LS áskilji sér fullt svigrúm hvað varðar útgefið magn. LSS24-flokkurinn er nú 30,6 ma.kr. að nafnvirði stærð en LSS34-flokkurinn 12,1 ma.kr.

Ágætur gangur í útgáfu LS

nullLS er langt kominn með útgáfuáætlun ársins, en eftir 8 útboð sjóðsins á árinu er útgáfan komin upp í 7,4 ma.kr. Endurskoðuð útgáfuætlun hljóðar upp á 8-10 ma.kr., og er útgáfan það sem af er árinu þar með komin upp í 74% af því sem efri mörk útgáfuætlunar hljóða upp á. Á því LS aðeins eftir um 0,6-2,6 ma.kr. útgáfu það sem eftir er árs í samtals þremur útboðum, að útboðinu á morgun meðtöldu.

Í síðasta útboði LS seldi sjóðurinn bréf fyrir 150 m.kr. í LSS24 á 2,06% kröfu, og fyrir 440 m.kr. í LSS34 á 2,57% kröfu. Var í báðum tilfellum um hagstæðustu kjör að ræða á skuldabréfaflokkunum frá því að útgáfa á þeim hófst. Mismunurinn á kröfu LSS24 og íbúðabréfaflokknum HFF24 var 28 punktar en á LSS34 og HFF34 25 punktar. Til samanburðar má nefna að fyrrnefndi munurinn var að jafnaði 110 punktar í fyrra en sá síðarnefndi 96 punktar, og er ljóst að álagið á LS bréfin m.v. íbúðabréf hefur snarlækkað frá því sem áður var. Að hluta til er skýringin sú að álagið á íbúðabréfaflokkana hefur hækkað gagnvart verðtryggðum ríkisbréfum, sem aftur má rekja til bágrar stöðu Íbúðarlánasjóðs og þess að ríkisábyrgð á bréf hans er einföld, en á ríkisbréfum er full og ótakmörkuð ríkisábyrgð. Hins vegar teljum við einnig ljóst að markaðsálag á LSS-bréfin sem slík hefur lækkað, sem er óneitanlega jákvætt fyrir þau sveitarfélög sem reiða sig á LS um fjármögnun.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall