Fréttir Greiningar

Langmest velta með bréf Icelandair

19.09.2013 11:30

nullUmfang viðskipta með hlutabréf er mjög misjöfn milli félaga sem skráð eru á Aðallista Kauphallarinnar.  Velta með hlutabréf Icelandair það sem af er árinu nemur um 28% af heildarveltu í Kauphöllinni.   Veltan er samtala hlutabréfaveltu allra félaga á Aðallistanum að færeysku félögunum og Nýherja undanskildum.  Velta með þau er óverulegur hluti af heildarveltunni á markaðinum.  Velta með bréf Icelandair frá júlí hefur aukist mjög mikið og í ágúst var Hún um 32% af heildarveltunni á markaðinum.  Það sem af er september mánuði nemur hlutfallið um 43%. 

nullNæsta mesta velta var með Eimskip það sem af er ári.   Fjögur stærstu félögin mynda 68% af veltu ársins 2013.  Minnst voru viðskiptin með Össur en þau voru einungis 2% af heildarveltu félaga á Aðallistanum það sem af er ári.  Því er ljóst að skipting veltu milli félaganna er æði misjöfn.

Við mat á umfangi viðskipta verður líka að horfa til markaðsvirðis hlutafjár viðkomandi félags.  Taflan til hliðar sýnir veltu með hlutabréf hvers félags í hlutfalli af meðalstöðu markaðsvirðis hlutfjárins í hverjum mánuði.  Við þá skoðun breytist aðeins ásýndin þótt Icelandair sé einnig í efst sæti í september.

nullMörg gild í töflunni er mjög há og hefur það ýmsar skýringar.  Til Til dæmis seldi Landsbankinn eftirstandandi hlut sinn í Reginn í júní mánuði sl. og viðskipti með það félag í hlutfalli af meðalstöðu virðis eiginfjár nam því 32% í þeim mánuði. Hlutfallið var einnig mjög hátt fyrir VIS í maí mánuði enda fór félagið á markað við sölu Klakka á hluta af sínum eignarhluta í félaginu. 

Töluverð sveifla getur verið innan hvers mánaðar í þessum hlutföllum.   Ef Marel er skoðað í þessu samhengi þá sést að hlutfallið fyrir tímabilið september 2012 til dagsins í dag er nokkuð stöðug, meðan hlutfall Icelandair og Eimskip sveiflast mun meira.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall