Fréttir Greiningar

Firnasterkt uppgjör hjá Högum

25.10.2013 10:47

nullHagar skiluðu í gær uppgjöri fyrir 2F 2013 og var uppgjörið það besta frá skráningu. Niðurstaðan var ekki alfarið óvænt  en félagið sendi frá sér jákvæða afkomuviðvörun þann 26. september. Hagnaður félagsins á 2F nam 1,1 mö.kr. og jókst því um 22% milli ára. Söluaukning félagsins var nokkuð umfram almennar verðlagshækkanir. Það er þó rétt að líta til þess að dagvöruveltan féll ekki eins mikið milli júlí og ágúst mánaðar og undanfarin ár. Það fall færði sig hins vegar  yfir á septembermánuð og því líklegt að sala núverandi fjórðungs, sem er september til nóvember í rekstrarári félagsins, muni líða fyrir það.

EBITDA framlegð 8,6%

nullMikilvægasti mælikvarðinn úr rekstri Haga, EBITDA%, var 8,6% á fjórðungnum og hefur aldrei verið hærri. Hlutfallið sveiflast nokkuð milli fjórðunga eins og sést á myndinni hér til hliðar. Það sem er athyglisvert er að hlutfallið hefur farið hækkandi síðustu ár reyndar að 3F í fyrra undanskildum en þriðji fjórðungur hefur verið sá slakasti hjá félaginu síðust ár. Rekstrarkostnaður félagsins hækkað aðeins um 1,9% milli ára, annar rekstarkostnaður lækkaði lítillega en laun- og launatengd gjöld hækkuðu um 2,9%.

Hækkandi eiginfjárhlutfall

Eiginfjárhlutfall félagsins er nú komið í 37,7%. Hlutfallið hefur hækkað hratt enda hefur félagið verið að greiða skuldir umfram endurgreiðsluferil. Þess má geta að núverandi skuldsetning er mun lægri en við sjáum hjá erlendum samanburðarfyrirtækjum þ.e. ef skuldsetning er metin sem hlutfall af EBITDA.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall