Fréttir Greiningar

Útboð hjá Reykjavíkurborg á morgun

03.09.2013 10:31

nullReykjavíkurborg heldur sitt fjórða útboð á árinu á morgun. Að þessu sinni veður eingöngu efnt til útboðs í flokki RVK 19 1, sem er nú 1.905 m.kr. að nafnverði að stærð. Borgin áformar að taka tilboðum að fjárhæð 500 m.kr. að nafnverði, en áskilur sér þó rétt til að hækka eða lækka þá fjárhæð eftir þörfum, eða hafna öllum tilboðum. Að vanda verður útboðið með því fyrirkomulagi að samþykkt tilboð bjóðast á sama verði, og mun lægsta samþykkta verð (hæsta ávöxtunarkrafa) ákvarða söluverð.

Reykjavíkurborg áætlar að gefa út bréf fyrir um 3.299 m.kr. að söluandvirði á árinu. Á fyrri árshelmingi voru alls gefin út bréf fyrir 1.558 m.kr. að söluandvirði. Stendur því eftir 1.741 m.kr. útgáfa í fjórum útboðum til ársloka.

Krafan á RVK 19 1 er núna 1,94% og hefur lækkað um 40 punkta frá miðju ári. Álagið ofan á RIKS21 er u.þ.b. 40 punktar. Bréfið hefur stystan binditíma (2,9 ár) af virkum verðtryggðum útgáfum opinberra aðila.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall