Fréttir Greiningar

Hlutabréfavísitala okkar hefur hækkað um 22% á árinu

01.10.2013 11:03

Greining Íslandsbanka reiknar út sína eigin hlutabréfavísitölu og hefur gert síðan á vormánuðum 2013. Nafn vísitölunnar er K-90%.   Hækkun hennar frá ársbyrjun mælist 22% sem er vel umfram  um 9% hækkun Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar.

OMXI6 vanmetur markaðshækkunina m.v. K-90%

Samanburður á vísitölu Greiningar Íslandsbanka, K-90%, og OMX Úrvalsvísitölunni er sýndur á teikningu hér til hliðar. Eins og sjá má gefur K-90%  vísitalan töluverð meiri hækkun til kynna og sveiflurnar eru meiri en í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar.  Það eru klassísk  hækkunar og lækkunar. nullVísitalan K-90% hefur hækkað um 21,8% frá 1. janúar 2013 til 27. september. Á sama tíma hækkaði OMXI6ISK um 8,8%. Árið 2012 hækkaði K-90% um 25% en úrvalsvísitalan um 16,5%.   Ástæðuna má m.a. rekja til mismunandi samsetningar á vísitölunum sem og með hvaða hraða þær eru endursamsettar. Þó hefur það mikil áhrif til minni hækkunar á úrvalsvísitölunni að framan af ári var Össur inn í þeirri vísitölu var  en félagið var tekin út úr úrvalsvísitölunni 1. júlí sl. Það félag hefur verið mjög óverulega veltu og datt til dæmis út úr K-90% á árinu 2012 og hefur ekki náð inn í okkar vísitölu síðan þá.

K-90% tekur á að minnsta kosti 90% markaðsveltu

nullÁstæðan fyrir smíði okkar eigin hlutabréfavísitölu er að við töldum úrvalsvísitölu Kauphallarinnar (OMXI6ISK) ekki endurspegla nægilega vel þá sýn sem markaðsaðilar höfðu almennt á þróun hlutabréfamarkaðarins hér á landi. Megin tilgangurinn var því sá að þróa og hanna vísitölu sem myndi bregða máli á og endurspegla þróun innlends hlutabréfamarkaðar með skýrari hætti. Tilgangurinn var ekki að búa til vísitölu sem leið að óbeinni fjárfestingu, til dæmis í gegnum vísitölusjóð heldur einungis  til að fá betri ásýnd á þróun hlutabréfamarkaðarins.  Það eru til margar aðferðir til að búa til vísitölu hlutbréfaverðs.  K-90% er okkar aðferð.

Við skilgreinum þau félög sem eiga að vera í okkar vísitölu þannig að tekin er saman velta á hlutabréfamarkaði fyrir öll félög á Aðallista Kauphallarinnar. Við horfum á samtölu veltu félaganna síðastliðna þrjá mánuði, fyrir þann mánuð sem verið er að setja saman vísitöluna. Vísitalan er endursamsett á 30 daga fresti miðað við ofangreinda reglu.  Taflan að ofan sýnir þá samsetningu og hlutfall hvers félags af heildarveltunni sem réð því hvernig samsetning vísitölunnar í september var. Ólíkt OMXI6ISK(úrvalsvísitölunni) vísitölunni þá er okkar vísitala ekki bundin því skilyrði að einungis sex félög komist inn í vísitöluna hverju sinni.  Það er að okkar mati of íþyngjandi skilyrði og og að okkar mati ekki  til þess fallið að mynda vísitölu sem endurspegla á þróun markaðarins almennt. Okkar mat er að eðlilegra sé að miða við ákveðið hlutfall heildarveltunnar sem ráði fjöldi félaga í vísitölunni í staðin fyrir að fastsetja fjöldann.

Sjö félög í K-90% í september

nullÞau félög sem samtals mynda 90% eða meira af heildarveltu þriggja síðastliðinna mánaðanna mynda vísitölu okkar, K-90%. Taflan til hliðar sýnir veltu félaganna raðað eftir veltuhlutdeild. Summa sex veltumestu félaganna mynda 87% af veltunni.  Sé hins vegar því sjöunda bætt við, þá er farið yfir 90% markið og niðurstaðan verður því að fyrstu 7 félögin í töflunni mynda 95% af veltunni og skilgreina því samsetningu vísitölunnar fyrir septembermánuð.

Vísitala okkar er í raun samsett vísitala gagnvart heildarverðbreytingu. Annars vegar tekur vísitalan tillit til arðsemi út frá verðbreytingum ásamt áhrifum frá arðgreiðslu.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall