Fréttir Greiningar

Viðbrögð við vaxtalækkun á markaði

10.12.2014 11:11

Talverð viðbrögð urðu á skuldabréfamarkaði í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans nú í morgun. Hreyfingin á skuldabréfamarkaði ber þess merki að lækkun stýrivaxta um 50 punkta hafi jafnvel verið umfram væntinga margra á markaði, og við það bætist að tónninn í yfirlýsingunni gefur til kynna að önnur vaxtalækkun kunni að vera í pípunum í febrúar. Lækkaði ávöxtunarkrafa markflokka þar með strax við opnun markaðar nú í morgun, bæði verðtryggða- og óverðtryggða hluta markaðarins. Kröfulækkunin hefur þó eitthvað gengið til baka þegar liðið hefur á morguninn, enda var þegar búið að byggja upp miklar væntingar um lækkun stýrivaxta inn í kröfu skuldabréfa fyrir ákvörðunina. Nú þegar þetta er ritað (kl. 10:30) nemur kröfulækkun ríkisbréfa 2-19 punktum, en lækkun kröfu verðtryggðra bréfa með ríkisábyrgð nemur 4-7 punktum. Mun meiri lækkun hefur verið á styttri endanum en lengri, bæði á verðtryggðum og óverðtryggðum bréfum. Velta óverðtryggða ríkisbréfa nemur um 2,2 mö. kr. frá opnun, og velta verðtryggðra íbúða- og ríkisbréfa nemur 1,4 mö. kr.


Áhrifa ákvörðunar peningastefnunefndar hefur einnig gætt á hlutabréfamarkaði, þar sem gengi skráðra félaga hefur hækkað í 1,2 ma. kr. veltu. Frá opnun markaða í morgun hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkað um 2,55%. 

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall